Öskuský sjást öðru hvoru

Litlar breytingar eru við gosstöðvarnar í Eyjafjallajökli. Öðru hvoru sjást öskuský stíga frá gígnum og leysast síðan upp.

Milli 11. og 17. júní hafði hægt heldur á vatnssöfnun í gígnum frá því sem var dagana þar á undan, þar sem ísstálið virðist aftur hafa einangrast frá gígnum.

Landbreytingar eru enn örlitlar í átt að gígnum, nema hvað GPS mælir á Austmannsbungu hefur hreyfst til suðvesturs, en ekki er augljóst hvernig á að túlka þá hreyfingu.