Öskuryk veldur villuboðum frá reykskynjurum

Reykskynjarar á Suðurlandi hafa verið að gefa frá sér merki um tóma rafhlöðu þrátt fyrir að nýbúið sé að skipta um hana.

Slökkvitækjaþjónusta Suðurlands ehf (SÞS) hefur framkvæmt skoðanir og prófanir á reykskynjurum vegna þessa. Í ljós hefur komið að rafhlöðurnar eru ekki meinið heldur öskuryk sem hefur sest í reykskynjarana og við það að skipta um rafhlöðu fer rykið af stað og gefur villuboð.

Lausnin við þessum vanda er að blása úr skynjurunum eða ryksuga þá.

SÞS byggir á gamalli reynslu frá Brunavörnum Árnessýslu hvað varðar reykskynjara og slökkvitæki. Fyrirtækið er í eigu sveitarfélaganna sem standa að baki Brunavörnum Árnessýslu og þjónustar lögbýli í sveitarfélögunum líkt og BÁ hefur gert frá upphafi.

Fyrri greinTuttugu hrossum bjargað úr húsi
Næsta greinSS fær útflutningsleyfi fyrir allar framleiðsluvörur