Öskuhreinsun frestað um helgina

Fyrirhugaðri vinnu við öskuhreinsun á bæjum undir Eyjafjöllum um helgina hefur verið frestað vegna fyrirsjáanlegs öskufalls um helgina.

Undanfarna viku hafa sjálfboðaliðahópar verið að störfum við öskuhreinsun og hafa fjölmargir hafa komið að þeirri vinnu, bæði heimamenn og aðrir.

Fyrirhugað var að halda þeirri vinnu áfram á næstu dögum, en vegna fyrirsjáanlegs öskufalls um helgina verður hreinsunarstarfi sjálfboðaliða frestað þar til betur hentar til slíkra starfa.

Fyrri greinÓgnaði ungum drengjum með hnífi
Næsta greinSvipuð virkni í gosinu