Öskufok við ströndina

Búast má við öskufoki syðst á landinu í dag, einkum frá Vík og vestur fyrir Eyjafjöll, að sögn Veðurstofu Íslands.

Sunnan og suðvestanlands verður suðaustanátt, 8-13 m/s, í dag og 13-18 m/s við ströndina síðdegis. Skýjað en úrkomulítið. Hiti 13 til 18 stig.

Á morgun, sunnudag, er útlit fyrir 8-15 m/s suðaustanátt sunnan- og vestanlands fram yfir hádegi, annars hægari suðlæg átt. Hiti 12 til 22 stig, hlýjast norðaustanlands.

Fyrri greinBesti dagur sumarsins í Rangánum
Næsta greinFriðarhlaup á vallarvígslu