Öskufok syðst á landinu

Töluverð aska er í loftinu á Suðurlandi og segir Veðurstofan að það muni vara við fram eftir degi.

Veðurstofan gerir ráð fyrir norðan og norðaustan 8-13 m/sek og bjartviðri með morgninum. Heldur hægari með kvöldinu. Hiti yfirleitt 5 til 10 stig að deginum, en víða næturfrost inn til landsins.

Á morgun, laugardag, er útlit fyrir norðaustan 8-13 m/s og skýjað með köflum, en 13-18 og fer að rigna suðaustantil um kvöldið. Hiti 5 til 12 stig, hlýjast suðvestantil.