Öskufok skemmir skilti og glit

Vegagerðarmenn berjast við öskufok undir Eyjafjöllum sem eyðileggur umferðaskilti og glit á stikum og merkjum.

Búið er að endurnýja glit á stikum þrisvar sinnum að undanförnu en öskufok eyðir glitinu jafnóðum.

Stöðugt hefur svo þurft að moka upp úr Svaðbælisá, en varnargarðar hafa nú verið hækkaðir og breikkaðir þannig að vonandi dugi um sinn segir í frétt á vef Vegagerðarinnar. Ástandið er reyndar allra verst í kringum Svaðbælisánna en stöðugt berst gosefni niður af fjallinu.

Skilti hafa hinsvegar eyðilagst víðar en þar, því einnig hafa þau farið illa á Sólheimasandi og Mýrdalssandi. Mestar verða skemmdirnar í norðan og austan áttum.

Fyrri greinVarað við stormi í kvöld og í nótt
Næsta greinÁrgjöld í GOS lækka