Öskufok í norðanroki

Samkvæmt mælum Umhverfisstofnunar eru loftgæði slæm á Raufarfelli undir Eyjafjöllum og á Kirkjubæjarklaustri en talsvert öskufok er á svæðinu.

Ökumenn eru sérstaklega beðnir um að fara varlega því askan getur haft áhrif á skyggni.

Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á Kirkjubæjarklaustri er skyggni þar um einn kílómetri en getur verið blindandi á köflum.

Fyrri grein„Á fjalli“ í Heklusetrinu
Næsta greinBúið að opna í Þakgili