Öskufall víða á Suðurlandi

Að sögn lögreglunnar á Hvolsvelli var nóttin róleg. Borið hefur á örlitlu öskufalli á Hvolsvelli sem greinist sem hárfínn salli á bílum.

Sunnlenska.is hefur fengið tilkynningar um lítilsháttar öskufall frá fólki á Selfossi, í Hveragerði og á Eyrarbakka. Auk var hárfínn öskusalli í öskumælingarstöð sunnlenska.is í Sandvíkurhreppi í gærkvöldi og í morgun.

Veðurstofan biður fólk um að skrá öskufall á vef Veðurstofunnar en skráningarformið er hér.

Fyrri greinEystanljóð í Skálholti
Næsta greinEnn órói í jöklinum