Öskufall á Hvolsvelli

Dálítið öskufall hefur verið í dag á Hvolsvelli, í Fljótshlíð og nágrenni.

Á morgun verður austan- og norðaustanátt og dálítil væta. Gosmökkinn leggur væntanlega í suðvestur og vestur frá eldstöðinni.

Á fimmtudag verður norðaustanátt og lítilsháttar úrkoma. Líkur eru á öskufalli suðvestur af eldstöðinni.