Öskubylur í Skaftárhreppi

Öskumistur er á Hvolsvelli og austureftir, austurfyrir Kirkjubæjarklaustur. Askan er greinileg í snjónum í Víkurþorpi en austar í V-Skaftafellssýslu er öskubylur.

“Það er ekki búið að snjóa mikið hérna en það er skafrenningur og ofan í hann bætist askan,” sagði íbúi í Vík í samtali við sunnlenska.is í morgun. “Enn austar hefur ekki snjóað en maður sér það á himninum að það er mikið öskumistur þar.”

Guðmundur Óli Sigurgeirsson á Klaustri segir í samtali við mbl.is að öskubylur sé á svæðinu.

Ekkert ferðaveður er í Vík og í Mýrdal. Björgunarsveitin Víkverji er að hefja störf við að koma skólabörnum heim og mun svo keyra leikskólabörnin heim síðar í dag.

UPPFÆRT KL. 13:32

oskumistur_hvolsv060313sigj_306906447.jpg
Útsýnið á Hvolsvelli í morgun. sunnlenska.is/Sigurður Jónsson

Fyrri greinÞurftu að „teyma“ bílinn áfram á Heiðinni
Næsta greinUppfært: Búið að opna yfir Hellisheiði og Þrengslin