Ösku- og sandfok á Suðurlandi

Nokkuð ösku- og sandfok er þessa stundina á Suðurlandi. Samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofu er hvöss norðaustanátt á landinu sem feykir bæði ösku frá Eyjafjöllum og sandi af hálendinu yfir Suðurland.

Veðurstofan segir að tilkynnt hafi verið um rykmistur í Hjarðarlandi í Biskupstungum og í Vestmannaeyjum. Vindhraði á þessum stöðum mælist nú á bilinu 10-18 m/sek.

Fyrri greinFellst ekki á hraðamælingu úr þyrlu
Næsta greinAðilar í ferðaþjónustu ánægðir