Óskir Hellubúa um þvottaplan rætast

Þvottaplanið á Ægissíðu. Ljósmynd/Rangárþing ytra

Eftir margra ára óskir íbúa um að fá bílaþvottaplan á Hellu liggur nú fyrir leigusamningur á milli Rangárþings ytra og landeiganda að Ægissíðu 4 um bílaþvottaplan.

Þvottaplaninu er ætlað að efla þjónustu við íbúa og gesti sveitarfélagsins, þannig að akandi vegfarendur geti sótt þjónustu við þrif á bifreiðum.

Rangárþing ytra mun sjá um rekstur þvottaplansins og ber ábyrgð á öllum kostnaði sem fylgir rekstri þess og mun þjónustumiðstöð sveitarfélagsins þjónusta þvottaplanið.

Verkefnið er tilraunaverkefni og er til eins árs, frá og með 1. maí næstkomandi.

Fyrri greinKristján íþróttamaður ársins hjá Hamri
Næsta greinOrðsporið er fjöregg landbúnaðarins