Óskar Snorri nýr stallari í ML

Ný stjórn Mímis. Ljósmynd/ML

Á dögunum fóru fram kosningar til nýrrar stjórnar Mímis, nemendafélags Menntaskólans að Laugarvatni. Óskar Snorri Óskarsson frá Hruna í Hrunamannahreppi er nýr stallari í stjórn nemendafélagsins.

Aðrir stjórnarmenn sem voru kjörnir eru María Sif Rossel Indriðadóttir, varastallari, Sesselja Helgadóttir, gjaldkeri, Lingný Lára Lingþórsdóttir og Lilja Dögg Jóhannsdóttir, jafnréttis- og skólaráðsfulltrúar, Ragnar Ingi Þorsteinsson og Birgir Smári Bergsson, skemmtinefndarformenn, Elías Páll Jónsson og Magnús Skúli Kjartansson, íþróttaformenn, Ragnar Leó Sigurgeirsson og Þrándur Ingvarsson, árshátíðarformenn, Hákon Kári Einarsson, tómstundaformaður, Margrét Inga Ágústsdóttir, ritnefndarformaður og Jóhannes Torfi Torfason, vef- og markaðsfulltrúi.

Fyrri greinÓmar Ingi með leik upp á tíu
Næsta greinStefán Gunnar vill leiða Framsókn í Árborg