Óskaland fékk hjól að gjöf

Mikil gleði ríkti í leikskólanum Óskalandi í Hveragerði á dögunum er leikskólanum barst höfðingleg gjöf.

Formaður Lionsklúbbsins Eden kom þá færandi hendi með tvö ný hjól.

Ekki þarf að orðlengja það að hjólin eru í stöðugri notkun og eru þau kærkomin viðbót við búnað leikskólans.

Fyrri greinNýr geisladiskur og frítt í jóga
Næsta greinHeilsustígurinn formlega opnaður