Óska eftir viljayfirlýsingu

Nýlega fundaði sveitarstjórn Ölfuss með aðilum sem hafa áhuga á að reisa áburðarverksmiðju við Þorlákshöfn.

Að sögn Sigríðar Láru Ásbergsdóttur, forseta bæjarstjórnar Ölfuss, yrði þar um að ræða gríðarlegt fyrirtæki ef af verður. Sveitarstjórnin hefur átt nokkra fundi með þessum aðilum og á síðasta fundinum óskaði framkvæmdaaðilinn eftir viljayfirlýsingu sveitastjórnar sem væri uppfærsla á fyrri viljayfirlýsingu.

Að sögn Sigríðar Láru væri hún efnislega sú sama og áður hefði verið veitt. Nokkrir einstaklingar standa að þessu verkefni og hafa þeir stofnað með sér félagið Fertil ehf.

Hér eru um að ræða verkefni af þeirri stærðargráðu að það krefst mikillar orku og landsvæðis auk þess sem umferð til og frá höfninni myndi aukast mikið. ,,Við vísum engum frá og hugleiðum þetta,“ sagði Sigríður Lára.

Fyrri greinFjölmenni á Þórðarmótinu
Næsta greinUppsagnir í Selfossbíó