Óska eftir samstarfi við Ölfusinga um göngubrú

Hveragerðisbær hefur óskað eftir samstarfi við Sveitarfélagið Ölfus um hönnun og fjármögnun nýrrar brúar yfir Hengladalaá, við upphaf gönguleiðar inn Reykjadal, þannig að gera megi ráð fyrir framkvæmdinni við gerð fjárhagsáætlunar 2016.

Fjöldi ferðamanna sem sækir Reykjadalinn heim hefur aukist gríðarlega í sumar.

Núverandi staurabrú yfir Hengladalaá var lögð þar til bráðabirgða, hún er hallandi og skökk, það vantar í hana gólfborð og á henni er ekkert handrið. Bæjarráð Hveragerðis telur brýnt að þegar í stað verði hugað að nýrri brú sem gæti með góðri hönnun orðið að skemmtilegu upphafi þessarar vinsælu gönguleiðar.

Auk þess samþykkti bæjarráð á sama fundi að óska eftir því að gerð verði lagfæring á sveitarfélagamörkum Hveragerðis og Ölfuss með það að markmiði að spildan ofan Varmár og að fjallsrótum tilheyri Hveragerðisbæ

Fyrri grein„Jazz er samnefnari fyrir svo margt“
Næsta greinAlda hreif þrennt með sér