Ósjálfbjarga í sveppavímu

Síðdegis á föstudag fékk lögreglan tilkynningu um ungan dreng sem lægi því sem næst ósjálfbjarga við Miðgarð á Selfossi.

Drengurinn, sem er 16 ára gamall, var með sveppi á sér og er talið að hann hafi verið búinn að borða sveppi og verið í vímu af þeim.

Piltinum var komið í skjól en hann er búsettur í öðru sveitarfélagi.