Öryggi við bryggjurnar aukið

„Við tókum erindið fyrir í framhaldi af ábendingu frá hverfisráði Eyrarbakka. Bryggjurnar eru aflagðar sem samgöngumannvirki en það er samt sem áður nokkur umferð um þær og því þykir rétt að hafa umrædd atriði í lagi.

Það verður farið í að laga þessa hluti mjög fljótlega,“ segir Jón Tryggvi Guðmundsson, framkvæmda og veitustjóri Sveitarfélagsins Árborgar þegar hann var spurður um mál sem var tekið fyrir á síðasta stjórnarfundi framkvæmda og veitustjórnar.

Þar var fjallaði um öryggismál við bryggjurnar á Eyrarbakka og Stokkseyri en tryggja á að stígar verði til staðar á bryggjunum, bjarghringir og öryggismerkingar.

Fyrri greinStjórn Lundar ræðir við Smíðanda um byggingu viðbyggingar
Næsta greinKviknaði í út frá kamínu