Öryggi íbúa og lögreglumanna ógnað

Lögreglufélag Suðurlands kallar þingmenn Suðurlands, ráðherra og fjárveitingarvaldið til ábyrgðar á þeim raunveruleika sem lýst var í fréttaflutningi fyrr í vikunni.

Þar kom fram að oft á tíðum eru aðeins þrír lögreglumenn á vakt í þessu víðfema umdæmi.

Stjórn lögreglufélagsins telur öryggi íbúa og lögreglumanna ógnað með þessu og varpar þeirri spurningu fram í ályktun sem samþykkt var á fundi á miðvikudagskvöld hvort þingmenn, ráðherrar og fjárveitingarvaldið telji núverandi ástand ásættanlegt öryggis-, þjónustu- og löggæslustig fyrir Suðurland.

Fyrri greinKjördæmaþing Samfylkingarinnar á sunnudaginn
Næsta greinOpið hús í Héraðsdómi Suðurlands