Öryggi íbúa og gesta verulega ógnað

Félagsmálanefnd uppsveita Árnessýslu og Flóa skorar á ríkisstjórnina að tryggja fullnægjandi löggæslu í Árnessýslu. Ályktun þess efnis var samþykkt á fundi nefndarinnar í gær.

Nefndin hefur þungar áhyggjur af niðurskurði löggæslumála í Árnessýslu bæði hvað varðar öryggi barna og að lögreglan geti ekki sinnt þeim að aðstoðarbeiðnum sem berast, m.a. frá heimilum í vanda. Mikilvægur liður í störfum lögreglunnar eru forvarnir, s.s. eftirlit með útivistartíma og áhættuhegðun ungmenna.

Í ályktun nefndarinnar segir að með þeim niðurskurði sem orðinn er sé ljóst að öryggi íbúa og gesta svæðisins sé verulega ógnað.