Öryggi aldraðra verði tryggt

Bæjarráð Hveragerðis fordæmir þá aðför sem gerð er að öldruðum íbúum í heilbrigðisumdæmi Suðurlands.

Vegna umfjöllunar stjórnar Sambands sunnlenskra sveitarfélaga um langa biðlista eftir hjúkrunarrými á Suðurlandi samþykkti bæjarráð Hveragerðis samhljóða bókun þar sem velferðarráðherra er hvattur til að leiðrétta og endurskoða úthlutun hjúkrunarrýma til svæðisins hið fyrsta og tryggja með því öryggi aldraðra.

Á árinu 2010 hefur hjúkrunarrýmum í umdæminu verið fækkað um 19 þrátt fyrir að hlutfallslega sé lengsti biðlistinn á þessu svæði.

Fyrri greinAðgengi fatlaðra kannað
Næsta greinSelfoss mætir Haukum í kvöld