Öruggur sigur B-listans í Mýrdalnum

B-listi framfarasinna vann öruggan sigur í Mýrdalshreppi og fékk fjóra fulltrúa af fimm í hreppsnefnd.

Gríðargóð þátttaka var í Mýrdalshreppi, þar kusu 344 eða 93,8%. B-listinn fékk 198 atkvæði eða 57,6%. E-listi Einingar fékk 89 atkvæði og einn mann en H-listi hamingjusamra náði ekki inn manni. Hamingjusamir fengu 49 atkvæði eða 14,2%. Auðir seðlar voru 8.

Hreppsnefndin í Mýrdalnum lítur því þannig út:

1. Ingi Már Björnsson (B)
2. Sigurður Elías Guðmundsson (B)
3. Einar Bárðarson (E)
4. Elín Einarsdóttir (B)
5. Þorgerður Hlín Gísladóttir (B)