Öruggt gegn Einherja í Höfninni

Ægir vann annan leikinn í röð í 3. deild karla í dag þegar Einherji frá Vopnafirði kom í heimsókn til Þorlákshafnar.

Með sigrinum styrktu Ægismenn stöðu sína á neðri hluta töflunnar og eru nú níu stigum frá fallsæti með 14 stig. Einherji er um miðja deild með 19 stig.

Jonathan Hood kom Ægi yfir á 7. mínútu og Guðmundur Garðar Sigfússon og Þorkell Þráinsson bættu við mörkum um miðjan fyrri hálfleikinn. Staðan var 3-0 í leikhléi.

Seinni hálfleikurinn var rólegri þegar kom að markaskorun. Gestirnir minnkuðu muninn á 82. mínútu en fimm mínútum síðar skoraði Hood aftur fyrir Ægi og tryggði þeim 4-1 sigur.

Fyrri greinSvæði við Sólheimajökul lokað
Næsta greinÞrír Sunnlendingar á Ólympíuhátíð Evrópuæskunnar