Órói í verslunarfólki vegna nýrrar „Miðju“

Óánægja er í röðum kaupmanna á Selfossi með að bæjaryfirvöld séu tilbúin að samþykkja að byggð verði stór verslunarmiðstöð, svokölluð „Miðja Suðurlands“, á bæjarmörkunum við Biskupstungnabraut.

„Við viljum sjá hvaða stefnu bæjaryfirvöld ætla virkilega að taka í þessu máli,“ segir Kolbrún Markúsdóttir, kaupmaður og annar forsvarsmanna Samtaka verslunar og þjónustu í Árborg. Samtökin hafa óskað eftir viðræðum við bæjaryfirvöld vegna málsins.

Kolbrún segir að mörgum finnist skrítið að á sama tíma og bæjaryfirvöld eru að kynna nýja miðbæjarhugmynd með mörgum smáverslunum, þá hyggist þau einnig leyfa risastóran verslunarkjarna fyrir utan bæinn.

Sjá nánar í Sunnlenska fréttablaðinu í dag

Fyrri greinVika í frumsýningu – Nýtt myndband
Næsta greinFimmtán fegurðardísir keppa