Örninn kroppar í hrossakjötið

Magnús Ragnarsson, refaskytta, notast við sjálfvirka myndavél til að fylgjast með komu refa í æti sem hann hefur borið út á landgræðslusvæðinu í Bolholti á Rangárvöllum.

Það er margt að sjá í myndavélinni og eins og sjá má eru það ekki bara refir sem kroppa í hrossakjötið frá Magnúsi. Þessi glæsilegi örn sat þar í mestu makindum og gæddi sér á kræsingunum.

Fyrri greinGönguskíðamenn í vandræðum
Næsta greinEkið á mannlausan bíl