Örmagna göngumenn á Sprengisandsleið

Ljósmynd/Mats Wibe Lund

Rétt fyrir hádegi í dag barst Neyðarlínunni tilkynning frá örmagna göngumönnum sem staddir eru á Sprengisandsleið.

Mennirnir hafa verið á göngu í um viku og eru orðnir kaldir og hraktir eftir íslenska suddann. Ringt hefur undanfarna daga á hálendinu og rignir enn.

Hópur björgunarsveitarfólks á hálendisvakt í Landmannalaugum var kallaður út og fór til mannanna sem voru staddir í grennd við skálann í Versölum. Mennirnir verða fluttir í Landmannalaugar þar sem hlúð verður að þeim og er hópurinn kominn rúmlega hálfa leiðina þangað, þegar þetta er skrifað.

Fyrri greinÍtrekuð skemmdarverk á Selfossvelli
Næsta greinÞjófarnir óviðræðuhæfir vegna vímu