Örmagna göngumaður á Fimmvörðuhálsi

Núna uppúr átta, eru björgunarsveitir á þremur stöðum á landinu að aðstoða göngufólk í vanda ásamt því að hópar standa vaktina á þremur stöðum á hálendinu og í Skaftafelli.

Björgunarsveitin Dagrenning fylgir nú eftir ábendingu um örmagna göngumann á Fimmvörðuhálsi.

Einnig eru björgunarsveitir að störfum á Snæfellsnesi, þar sem göngumaður ökklabrotnaði á gönguleiðinni milli Arnarstapa og Hellna, og í Seyðisfirði þar sem kona er í villum.

UPPFÆRT KL. 22:33: Aðgerðum á Fimmvörðuhálsi er lokið. Eftirgrennslan hefur verið hætt í samráði við lögreglu.

Fyrri greinÞrenna Follows í öruggum sigri
Næsta greinSkjálfti upp á 4,5 í Kötlu