Örlygur hættir

Örlygur Karlsson, skólameistari Fjölbrautaskóla Suðurlands, hyggst láta af störfum við lok þessa skólaárs.

Örlygur hefur starfað við skólann frá árinu 1981, bæði sem kennari og aðstoðarskólameistari, og hefur hann gegnt starfi skólameistara frá árinu 2008.

Örlygur tilkynnti þetta á skólafundi í byrjun nóvember og greindi Þórarinn Ingólfsson, aðstoðarskólameistari, frá þessu í annarannál við útskrift nemenda á laugardag.