ORF í viðræðum við sunnlenska bændur

Líftæknifyrirtækið ORF Líftækni hefur undanfarið átt í viðræðum við nokkra bændur og aðra áhugasama aðila á Suðurlandi um að þeir hefji akuryrkju fyrir fyrirtækið.

Undanfarin ár hefur félagið verið með tilraunaræktun í Gunnarsholti í Rangárvallarsýslu en nú er verið að skoða möguleika á að hefja framleiðslu á próteinum í erfðabættu byggi í talsvert stærra mæli en til þessa.

Að sögn Eiríks Sigurðssonar, talsmanns ORF, hafa sunnlenskir bændur sýnt þessu mikinn áhuga.

Sjá nánar í Sunnlenska fréttablaðinu PANTA ÁSKRIFT