OR veitir 14 milljónir króna til rannsókna á lífríki Þingvallavatns

Orkuveita Reykjavíkur mun verja öllum tekjum sínum af sölu veiðileyfa í Þingvallavatni frá 2015 til 2017 til rannsókna á lífríki vatnsins, alls 14 milljónum króna.

Tilkynnt var á ársfundi Orkuveitunnar síðastliðinn mánudag að þrjú verkefni yrðu styrkt af þessu tilefni.

Jóhannes Sturlaugsson líffræðingur, fyrir hönd Laxfiska ehf., fær 8,1 milljónir króna til rannsókna á lífsháttum urriða sem nýta sunnanvert Þingvallavatn.

Veiðimálastofnun fær 4,1 milljón króna til rannsókna á urriðastofni Ölfusvatnsár og Gunnar Steinn Jónsson líffræðingur fær 1,8 milljónir króna til rannsókna á svifþörungum í Þingvallavatni.

Fyrri greinSandur ógnar gróðri á Óseyrartanga
Næsta greinÞrestir í Skálholti 1. maí