Opnunartími sundhallarinnar lengist

Frá og með 6. febrúar næstkomandi verður opnunartími Sundhallar Selfoss lengdur á virkum dögum. Sundhöllin verður opnuð 15 mínútum fyrr á morgnana og lokað 45 mínútum seinna á kvöldin.

Opnunartími Sundhallar Selfoss verður því frá kl. 6:30 til 21:30 virka daga en 9:00 til 19:00 um helgar.

Af þessu tilefni verður Sundhöllin opnuð formlega af bæjarstjórn Sveitarfélagsins Árborgar mánudaginn 6. febrúar nk. kl. 6:30. Allir eru velkomnir en gestum og gangandi verður boðið upp á léttar kaffiveitingar þennan morguninn.