Opnunartími gámasvæðisins styttur

Gámasvæði Árborgar. Ljósmynd/Árborg

Opnunartími gámasvæðis Árborgar í Víkurheiði í Sandvíkurhreppi verður styttur um samtals 6,5 klukkutíma á viku frá og með næstu mánaðarmótum.

Þetta er gert í hagræðingarskyni, að tillögu mannvirkja- og umhverfissviðs sveitarfélagsins.

Gámasvæðið hefur verið opið frá klukkan 10 til 17 á flesta virka daga en til klukkan 18:30 á miðvikudögum. Frá 1. mars mun svæðið loka kl. 16 alla virka daga.

Áfram verður opið í sjö klukkutíma á laugardögum en nýr opnunartími er frá klukkan 9 til 16.

Fyrri greinKomust ekki uppúr öldudalnum
Næsta greinVilja setja upp sleðabraut í Ölfusdal