Opnunartími bókasafnsins styttist

Ákveðið hefur verið að Bókasafnið í Hveragerði loki kl. 18:30 á virkum dögum frá 1. júní nk.

Þetta er gert til samræmis við aðra þjónustuaðila í Sunnumörkinni en einnig vegna lítillar aðsóknar að safninu síðasta hálftímann á virkum dögum í vetur.

Nýr opnunartími verður þá virka daga kl. 13:00-18:30 og laugardaga kl. 11-14. Viðburðir sem standa lengur eða eru á kvöldin verða auglýstir sérstaklega.

“Við gerum þetta til reynslu í sumar og tökum allar athugasemdir og óskir um breytingar á opnunartíma til skoðunar þangað til í haust,” segir Hlíf S. Arndal, forstöðumaður bókasafnsins.

Fyrri greinBræðurnir gerðu það gott á Evrópumótinu
Næsta grein„Fúll yfir að hafa tapað“