Opnunarhátíð á mánudaginn

Í Selfosshöllinni. sunnlenska.is/Guðmundur Karl

Selfosshöllin verður formlega opnuð með viðhöfn mánudaginn 9. maí. Boðið verður upp á tónlistaratriði, grillaðar pylsur og mun Umf. Selfoss kynna starfið í nýrri höll.

Húsið verður opnað klukkan 17:00 þar sem deildir ungmennafélagsins munu kynna starfsemi sína. Eva Katrín Cassidy, Lína Langsokkur og Jón Jónsson munu skemmta gestum og klukkan 18:20 fer síðan formleg vígsluathöfn fram.

Klukkan 19:15 verður svo fyrsti heimaleikur meistaraflokks kvenna í Bestu deildinni á þessu keppnistímabili og er fólk hvatt til að standa við bakið á þeim og mæta á völlinn.

Fyrri grein„Eftirspurn eftir íslensku handverki hefur aukist mikið“
Næsta greinÞú skiptir máli!