Opnun Fontana seinkar enn

Opnun Fontana, gufubaðsins á Laugarvatni, seinkar lengra fram í júlí en stefnt var að því að opna það sl. föstudag.

Anna G. Sverrisdóttir, framkvæmdastjóri fyrirtækisins, segir að gert sé ráð fyrir að opnað verði fljótlega í júlí. Hún treysti sér ekki til að tímasetja það nákvæmlega en sagði þó að ráðgert væri að halda kynningu á aðstöðunni í lok þessarar viku.

Segir Anna að allt sé nú að smella saman og þótt ýmsum kunni að þykja útlitið hrátt þessa dagana þá munar miklu um að glerveggir séu ekki komnir upp. Frágangi er að ljúka á lóð og laugum auk þess sem gufuklefar og búningsherbergi eru að mestu tilbúin.

Lokasnyrting á aðstöðunni verður þó ekki fyrr en eftir opnun gufubaðsins.