Opnað inn í Reykjadal á hvítasunnudag

Nýja brúin yfir Hengladalsá er smíðuð af Límtré á Flúðum og er hin veglegasta. Ljósmynd/Hveragerðisbær

Gönguleiðin inn Reykjadal mun opna á hvítasunnudag, þann 31. maí, eftir lokun undanfarnar vikur.

Lokunartíminn hefur verið nýttur til endurbóta á gönguleiðinni en jafnframt hefur verið sett upp ný brú yfir Hengladalaá sem leysir af hólmi gömlu staurabrúna sem komin var  tími á.

Göngustígurinn hefur tekið nokkrum breytingum og hefur hann nú verið færður frá hverunum í hlíðinni í dalnum en þar hafði skapast mikið hættuástand sem bregðast varð við. Brúin sem lögð hafði verið yfir hverinn hefur verið fjarlægð.

Í tilkynningu frá Aldísi Hafsteinsdóttur, bæjarstjóra í Hveragerði, kemur fram að mikilvægt sé að göngumenn taki tillit til aðstæðna, muni að verið er að fara um svæði þar sem hverir geta skapað hættu og verið hættulegir á mörgum stöðum. Ávallt skal fylgja merktum gönguleiðum.

Fyrri grein150 keppendur á biðlista
Næsta greinSkoða vetnisvinnslu við Ljósafossstöð