Opnað yfir Múlakvísl í dag

Stefnt er að því að fyrsti bíllinn aki yfir bráðabirgðabrúna á Múlakvísl uppúr kl. 12 í dag að sögn G. Péturs Matthíassonar, upplýsingafulltrúa Vegagerðarinnar.

“Vinna hefur gengur vel við að ljúka vegtengingum en unnið var í alla nótt að því verki,” sagði G. Pétur.

Verkið hefur gengið hraðar en menn áttu von á en brúarsmíðin hófst sl. mánudag.