Opnað fyrir hugmyndir íbúa

Ásta Stefánsdóttir, framkvæmdastjóri Sveitarfélagsins Árborgar, hefur opnað hugmyndavef fyrir íbúa á heimasíðu Árborgar.

Vefurinn var settur upp eftir ákvörðun bæjarráðs um að opna nýjan vettvang á heimasíðu Árborgar fyrir íbúa til þess að koma með ný sjónarhorn og hagræðingartillögur við fjárhagsáætlunargerð fyrir árið 2011.

Hægt er að rita hugmyndir og tillögur á síðuna og senda þær beint til ritara Ástu, sem mun safna þeim saman og koma beint til þess er málið varðar.

Ekki er hægt að rekja hver sendir inn tillögur eða hugmyndir eða hvaðan þær koma og framkvæmdastjórinn áskilur sér rétt til að vinna frekar með allar hugmyndir eða hafna þeim án frekari skýringa.

Hugmyndavefur Árborgar