Opinn súpufundur á Sólheimum

Í dag kl. 17 verður opinn súpufundur með frambjóðendum allra flokka fyrir komandi alþingiskosningar í kaffihúsinu Grænu Könnunni á Sólheimum.

Fulltrúar flokkanna eru eftirfarandi Agla Þyri Kristjánsdóttir frá Hægri grænum, Arna Ír Gunnarsdóttir frá Samfylkingu, Atli Gíslason frá Regnboganum, Heimir Eyvindarson frá Bjartri framtíð, Halldóra Mogensen frá Pírötum, Inga Sigrún Atladóttir frá Vinstri grænum, Jón Gunnar Björgvinsson frá Lýðræðisvaktinni, Magnús I. Jónsson frá Flokki heimilanna, Sigurður Ingi Jóhannsson frá Framsóknarflokknum, Unnur Brá Konráðsdóttir frá Sjálfstæðisflokknum og Þráinn Guðbjörnsson frá Dögun.

Fundurinn hefst með stuttri framsögu hvers fulltrúa og að því loknu gefst fundarmönnum kostur á að beina spurningum til frambjóðenda. Fundarstjóri verður Erlendur Pálsson íbúi á Sólheimum.

Seldar verða veitingar úr eldhúsi og bakaríi Sólheima.

Það er von fundarboðenda að sem flestir sjái sér fært að mæta og taki virkan þátt í umræðunum.

Fyrri greinSjafnarblóm til sölu
Næsta greinNjáludagskrá í Þorlákshöfn í kvöld