Opinn fundur um Friðland að fjallabaki

Miðvikudaginn, 20. janúar kl. 16:00 býður starfshópur um Friðland að Fjallabaki til opins fundar í húsnæði safnarðarheimili Oddasóknar að Dynskálum 8 á Hellu.

Umhverfis- og auðlindaráðherra skipaði starfshópinn síðastliðið sumar. Markmið með skipun hópsins er að styrkja stöðu svæðisins, leita leiða til að efla rekstur þess og kanna hvort tækifæri séu til að stækka svæðið.

Á fundinum verður farið yfir verkefni starfshópsins og helstu áherslur kynntar. Fundarmönnum gefst kostur á að koma á framfæri fyrirspurnum og ábendingum til starfshópsins.

Gert er ráð fyir að fundi ljúki kl. 18:00.

Fyrri greinLandsbyggðin í sókn
Næsta greinStjórn HSK mótmælir flutningi íþróttanáms frá Laugarvatni