Opinn fundur með ráðherra

Vík í Mýrdal. sunnlenska.is/Guðmundur Karl

Sveitarstjórn Mýrdalshrepps, í samstarfi við Vini vegfarandans, boðar til opins fundar um samgöngumál í Víkurskóla mánudaginn 1. október, kl. 20:00.

Á fundinum verða Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, og Ólafur Guðmundsson, umferðaröryggissérfræðingur, með framsögu.

Ólafur annaðist meðal annars um árabil EuroRAP verkefnið um öryggismat vegakerfisins.

Að framsögum loknum gefst fundargestum tækifæri til að koma með fyrirspurnir.

Fyrri greinSunnlendingar hrepptu Perlubikarinn
Næsta greinSkortur á húsnæði stærsta áskorunin