Opinn fundur með Steingrími í kvöld

Vinstrihreyfingin – grænt framboð boðar til félagsfundar og opins stjórnmálafundar á Selfossi í dag.

Svæðisfélag VG í Árborg boðar til félagsfundar í Hótel Selfoss kl. 18:00. Steingrímur J. Sigfússon, formaður flokksins, fjallar um flokksstarfið og stjórnmálin í dag.

Almennur stjórnmálafundur með Steingrími verður síðan á Hótel Selfoss kl. 20.00. Þar mun Steingrímur ræða stöðuna í íslenskum stjórnmálum og verkefnin framundan.