Opinn fundur hjá Samfylkingunni

Samfylkingin í Árborg og nágrenni heldur opinn fund í Samfylkingarhúsinu Eyravegi á laugardagsmorgun, 15. september, kl. 10-12.

Gestir fundarins verða þingmennirnir Björgvin G. Sigurðsson og Oddný G. Harðardóttir. Þau munu fara yfir verkin framundan og þau mál sem liggur fyrir að klára á Alþingi þennan vetur sem nú fer í hönd.

Samfylkingin í Árborg og nágrenni er með opið hús alla laugardagsmorgna í vetur, kl. 10-12 í Samfylkingarsalnum á Eyravegi 15 Selfossi. Allir eru velkomnir til skrafs og ráðagerða frá kl. 10-11 og síðan er ákveðið fundarefni tekið fyrir kl. 11-12.