Opin ráðstefna um almannavarnir og skipulag

Ölfusárbrú lokað eftir Suðurlandsskjálftann 2008. sunnlenska.is/Guðmundur Karl

Opin ráðstefna um almannavarnir og skipulag verður haldin á Hótel Selfossi næstkomandi föstudag, þann 17. maí.

Það eru Samtök sunnlenskra sveitarfélaga og lögreglustjórarnir á Suðurlandi og í Vestmannaeyjum sem halda ráðstefnuna, í samstarfi við Skipulagsstofnun.

Þau sem flytja erindi eru Jórunn Harðardóttir og Halldór Björnsson frá Veðurstofu Íslands, Víðir Reynisson frá almannavarnadeild lögreglunnar, Ásdís Hlökk Theodórsdóttir forstjóri Skipulagsstofnunar og Hulda Ragnheiður Árnadóttir frá Náttúruhamfaratryggingum Íslands.

Þá munu Aldís Hafsteinsdóttir bæjarstjóri í Hveragerði, Helgi Kjartansson oddviti Bláskógabyggðar, Björn B. Jónsson verkefnastjóri Skógræktarinnar, Sigurður Smári Benónýsson byggingarfulltrúi Vestmannaeyjabæjar og Matthildur Ásmundardóttir bæjarstjóri á Höfn í Hornafirði ræða sín sjónarmið frá skipulagslegu viðhorfi.

Í lokin verða pallborðsumræður en fulltrúar í pallborði eru Eva Björk Harðardóttir formaður SASS, Ásta Stefánsdóttir sveitarstjóri í Bláskógabyggð, Halldór Björnsson frá Veðurstofunni, Ásdís Hlökk Theodórsdóttir frá Skipulagsstofnun og Víðir Reynisson frá almannavörnum.

Skráning á ráðstefnuna er á vef Samtaka sunnlenskra sveitarfélaga.

Fyrri greinLitlir og línur í Hveragerði
Næsta greinFyrstu stig Selfyssinga í húsi