Opið hús í Þrándarholti

Þrándarholt. Ljósmynd/skeidgnup.is

Fjölskyldurnar í Þrándarholti í Skeiða- og Gnúpverjahreppi tóku nýlega í notkun stórglæsilegt hátæknifjós með ýmsum búnaði frá GEA/Líflandi, meðal annars GEA DR9500 mjaltaþjónum, gegnumgangandi kjarnfóðurbási og fleira.

Að þessu tilefni hefur Lífland í samstarfi við ábúendur í Þrándarholti ákveðið að bjóða gestum og gangandi að skoða fjósið í dag, föstudaginn 16. júní frá kl. 14 til 17 og þiggja veitingar á staðnum.

Mjaltaþjónarnir nýju voru gangsettir þann 19. apríl síðastliðinn en þeir eru af fullkomnustu gerð með frumunema, COW Scout beiðslisgreini, tvöfaldri mjólkursíu, 300 lítra biðtanki og svo mætti lengi telja.

Fjósið er einstaklega vel hannað og hugsað hefur verið um hvert einasta smáatriði en Lífland útvegaði meðal annars í fjósið 12.000 lítra sílótank, GEA flórsköfuþjark með úðakerfi og gegnumganganlegan kjarnfóðurbás frá Hanskamp.

Opna húsið er hluti af dagskrá sveitahátíðarinnar Upp í sveit, sem hefst í Skeiða- og Gnúpverjahreppi í dag.

Fyrri grein„Suðurlandsins eina von“ lokaði leiknum
Næsta greinDrama í lokin á Grýlunni