Opið hús fyrir foreldra í Zelsíuz

Stuð í félagsmiðstöðinni Zelsíuz. Ljósmynd/Aðsend

Miðvikudaginn 14. nóvember bjóða félagsmiðstöðvar um land allt áhugasömum í heimsókn á hinum árlega félagsmiðstöðva- og ungmennahúsadegi Samfés.

Í félagsmiðstöðinni Zelsíuz á Selfossi verða dyrnar opnaðar kl. 19:30 og geta foreldrar komið við, fengið sér kaffi og léttar veitingar sem og kynnt sér starfsemi félagsmiðstöðvarinnar. Þá verður æsispennandi keppni í Kahoot þar sem æskan skorar á þá sem sér (h)eldri eru.

Þetta er frábært tækifæri fyrir foreldra til að kynna sér starfsemi félagsmiðstöðvarinnar í sínu nærsamfélagi.

Í tilkynningu frá Zelsíuz segir að þátttaka í skipulögðu frístundastarfi undir handleiðslu fagfólks hafi mikið forvarnargildi og suki verulega líkur á því að ungt fólk kjósi heilbrigðan lífsstíl og forðist áhættuhegðun.

Fyrri greinVerkís bauð lægst í gatna- og lagnahönnun
Næsta greinFræðslusamstarf ferðaþjónustuaðila