Opið hús á Hvanneyri

Ljósmynd/Aðsend

Laugardaginn 13. maí verður opið hús á Hvanneyri milli klukkan 13 og 15 þar sem hægt verður að kynna sér allar námsleiðir til hlítar. Aðalbygging skólans verður opin og hægt verður að spjalla við starfsfólk og nemendur og fá nánari upplýsingar um námið, nemendagarða og lífið í LBHÍ. Við verðum með beint streymi úr sauðburði og hægt er að skoða vinnusal landslagsarkitektanema, bókasafnið og kennsluaðstöðu. Kaffi á könnunni.

LBHÍ leggur ríka áherslu á fjölbreytt og hagnýtt nám og kemur oft á óvart hve mikið er í boði og hve öflugt starfið er. Sérsvið skólans eru matvælaframleiðsla, líf- og umhverfisvísindi ásamt skipulagi og hönnun. Á Hvanneyri eru nemendagarðar og leik- og grunnskóli allt í fjölskylduvænu umhverfi þar sem stutt er í óspillta náttúru. Öll velkomin!

„Það verður virkilega gaman að bjóða uppá opið hús á Hvanneyri til að kynna betur aðstöðuna. Þetta er í fyrsta skipti sem það er í boði sem sérstök kynning á náminu okkar og aðstöðunni á Hvanneyri en umsóknarfrestur í nðámið er 5. júní n.k. og því mikilvægt að geta boðið áhugasömum að koma á staðinn og sjá aðstöðuna með eigin augum,“ segir Rósa Björk Jónsdóttir, markaðs- og kynningarstjóri LBHÍ.

Fyrri greinVersta ráðið að læra ekki hjúkrunarfræði
Næsta greinSelfyssingar komnir á blað