Opið hús á hjá RARIK á Hvolsvelli

Starfsstöð RARIK á Hvolsvelli. Ljósmynd/Aðsend

Miðvikudaginn 15. júní verða opin hús milli klukkan 16 og 18 á völdum starfsstöðvum RARIK víðsvegar um landið, í tilefni af 75 ára afmæli fyrirtækisins.

Á Suðurlandi verður opið hús hjá RARIK á Hvolsvelli. Þar munu starfsmenn RARIK taka á móti gestum og kynna aðstöðu og starfsemi fyrirtækisins á hverjum stað. Boðið verður upp á kaffi, afmælistertu og aðrar veitingar auk þess sem afmælisfáni RARIK verður dregin að hún.

Viðskiptavinir, eldri starfsmenn og aðrir velunnarar RARIK eru sérstaklega boðnir velkomnir.

Fyrri greinSkrítin blanda af gjaldkera og hænsnabónda
Næsta greinBergrós komin með keppnisrétt á heimsleikunum