Opið um Hellisheiði og Þrengsli

Búið er að opna Hellisheiði, Þrengsli og Sandskeið. Þar er hálka. Hálka eða snjóþekja er á flestum leiðum á Suðurlandi. Þæfingsfærð er undir Eyjafjöllum og Mýrdalssandi. Þjóðvegur 1 frá Kirkjubæjarklaustri og að Hvalsnesi er lokaður.

Kl. 07:30 Búið er að opna Hellisheiði, Þrengsli og Sandskeið. Þar er hálka. Hálka eða snjóþekja er á flestum leiðum á Suðurlandi. Þæfingsfærð er undir Eyjafjöllum og Mýrdalssandi. Þjóðvegur 1 frá Kirkjubæjarklaustri og að Hvalsnesi er lokaður.

Kl. 22:00 Vonast er til að vegurinn yfir Hellisheiði opni fyrir miðnætti.

Kl. 21:26 Lögregla hefur lokað þjóðvegi 1 frá Höfn í Hornafirði austur að Hvalnesskriðum. Mjög blint er á þessum kafla sökum skafrennings og veðurhæðar. Fyrri lokanir eru enn í gildi uns veður skánar.

Kl. 19:29 Engar breytingar. Allt lokað ennþá. Gert er ráð fyrir að veðrið hafi náð hámarki.

Kl. 14:09 Leik Hauka og FSu í Domino’s-deild karla í körfubolta sem fara átti fram í kvöld hefur verið frestað. Þú spilar ekki körfubolta í þessu veðri.

Kl. 14:06 Blindhríð milli Selfoss og Hveragerðis – eða öfugt.

Kl. 13:56 Sandskeið og Þrengsli lokuð.

Kl. 13:44 Hellisheiði er lokuð.

Í ljósi slæmrar veðurspár er má búast við því að í dag þurfi að grípa til lokana á vegum á Suðvesturlandi og ólíklegt er að unnt verði að beina umferð um Suðurstrandarveg á meðan lokanir vara.

Ábendingar frá veðurfræðingi kl. 19:21
Skil lægðarinnar þokast nú inn á landið. Suðvestanlands hlánar á láglendi. Lægir mikið og rofar til á milli kl. 20 og 22. Suðaustanlands hins vegar ekki fyrr en eftir miðnætti.

Færð og aðstæður kl. 19:21
Hálka er á Suðurstrandarvegi. Hálka, hálkublettir eða snjóþekja er á flestum leiðum á Suðurlandi en óveður upp við Gullfoss. Þæfingsfærð, skafrenningur og éljagangur er með suðausturströndinni að Höfn.

Fyrri greinHringveginum lokað vegna óveðurs
Næsta greinUnnur Brá kjörin formaður nefndar um Hoyvíkursamninginn