Opið hús hjá Eyvindi á 112 deginum

Í dag er 112 dagurinn, sem er samstarfsverkefni stofnana og félagasamtaka sem annast margvíslega neyðarþjónustu, almannavarnir og barnavernd í landinu.

Í tilefni dagsins verður opið hús hjá Björgunarfélaginu Eyvindi á Flúðum kl. 18 til 21. Hægt verður að skoða búnað sveitarinnar og kynna sér starfsemina. Þá verður m.a boðið upp á mælingu á blóðsykri, blóðþrýstingi. Einnig verður kynning á sjálfvirku hjartastuðtæki kl. 18:30, 19:30 og 20:30.

Almannavarnir eru þema 112 dagsins í ár og er áhersla lögð á áfallaþolið samfélag með viðbúnað og viðbrögð við náttúruhamförum, sérstaklega jarðskjálftum og óveðri. Að þessu sinni er haldið upp á að 20 ár eru liðin frá því að Neyðarlínan tók evrópska neyðarnúmerið 112 í notkun hér á landi. Það leysti af hólmi 146 mismunandi símanúmer viðbragðsaðila.

Eitt samræmt neyðarnúmer sem allir þekkja skiptir máli þegar bregðast þarf hratt við neyðarástandi. Neyðarlínan gegnir lykilhlutverki í almannavörnum með móttöku og úrvinnslu neyðarbeiðna í neyðarnúmerið 112 og rekstri TETRA-fjarskiptakerfisins sem viðbragðsaðilar nota innbyrðis og sín á milli.

Fyrri grein64 þátttakendur frá þremur grunnskólum
Næsta greinÞurfa 200 milljón króna aukafjárveitingu